Umsagnir

Umsagnir um bókina:

"Las bókina Völundarhús tækifæranna og mæli með henni fyrir fólk sem vill kynna sér framtíð vinnumarkaðarins og fólk sem hefur áhuga á að færa sig út af hinum almenna vinnumarkaði og yfir í sjálfstæðan rekstur og ráða sínum verkefnum og vinnutíma sjálft."
~ Kristín Grétarsdóttir

"Skyldulesning fyrir alla stjórnendur sem hafa brennandi áhuga á að þróast sem slíkir."
~ Davíð Guðmundsson, stjórnandi

"Frábær bók um möguleikana á vinnumarkaði framtíðarinnar. Ekki síst fyrir þau sem langar að búa til nýjar leiðir frekar en þramma gamlar"
~ Jón Gnarr, giggari og fyrrverandi borgarstjóri

"Bókin hentar öllum þeim sem áhuga hafa á því að taka stjórnina í eigin lífi, líðan, starfi og framtíð"
~ Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi


Umsagnir um námskeiðin okkar:

"Fór á námskeiðið Völundarhús tækifæranna þar sem ég hef mikinn áhuga á að skapa mér mín eigin verkefni og mína eigin vinnu og ráða tíma mínum sjálf. Finnst þetta vera frábær byrjun á því ferli. Eftir hvern tíma varð ég mjög peppuð og meira sannfærandi um að mér muni takast það. Finnst mikil snilld að eftir námskeiðið geti þátttakendur farið í mastermind hóp til að halda áfram með næstu skref og halda manni við efnið."
~ Kristín Grétarsdóttir, þátttakandi á námskeiði í október 2021

“Námskeið fyrir alla, óháð aldri. Kannski sérstaklega fyrir fólk í “þekkingarbransanum”. Góð verkefni sem ýta manni í góðar pælingar.
~ Kristján Guðmundsson, þátttakandi á námskeiði í september 2021

“Skemmtilegt námskeið sem vakti mig til umhugsunar um ýmislegt, bæði stöðuna í dag og hvernig ég vil halda áfram, bæði í prívatlífi og í starfsumhverfinu.”
~ Guðfinna Harðardóttir, þátttakandi á námskeiði í september 2021

“Flott námskeið fyrir flesta, geggjað fyrir fólk sem er á tímamótum eða “breytingaskeiðinu”".
~ Rós Guðm., þátttakandi á námskeiði í september 2021

„Námskeiðið var virkilega mikill innblástur á tímamótum í lífinu þar sem ég ákvað að breyta til og hætta í þessu hefðbundna vinnuformi frá 8-16.
Kennararnir á námskeiðinu komu með frábærar hugmyndir um hvernig hugsa má hlutina upp á nýtt.
“Giggari” er nýja uppáhaldsstarfsheitið mitt.
Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja breyta til á vinnumarkaði og öðlast meira frelsi.“
~ Sólrún, þátttakandi á námskeiði í maí 2021

©2021 – Völundarhús  tækifæranna

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram