Námskeið - október 2021

Völundarhús tækifæranna:
Spennandi möguleikar á vinnumarkaði framtíðar.

Völundarhús tækifæranna

Sjálfsskoðun, hugvekja um framtíðina, hvað er í boði á vinnumarkaðnum.

Hefur þú áhuga á að skoða eigin hæfni og möguleg tækifæri, eða ertu í pælingum um starfsþróun þína og vilt hugsa út fyrir boxið? Viltu ná lengra á sömu braut og þú ert í dag eða viltu fara nýjar leiðir?

Spennandi breytingar eru að eiga sér stað á vinnumarkaði sem nauðsynlegt er að undirbúa sig fyrir. Eðli starfa og vinnustaða er að breytast og starfsferil fólks er orðin mun fjölbreyttari en áður. Hinum svokölluðum giggurum fer fjölgandi. Við erum öll að selja þekkingu okkar á markaðstorgi þekkingar og reynslu.  Framtíðarfræðin snúast um að lesa í trend og á þessu námskeiði undirbúum við okkur og lesum í framtíðartrend á vinnumarkaði með það í huga að undirbúa okkur sem best.

Komdu á netnámskeið þar sem þessi „trend“ verða skoðuð og hvernig við getum nýtt þau til að undirbúa okkur betur undir þátttöku, með nýjum hætti, á vinnumarkaði framtíðarinnar. Settar verða upp nokkrar sviðsmyndir um breytt tækifæri og ógnanir.

Fjallað verður m.a. um:

 • Breyttar hugmyndir um vinnu.
 • Starfsþróun og uppbyggingu starfsferils.
 • Hamlandi og styðjandi þætti.
 • Hvað þarf til að ná árangri á framtíðarvinnumarkaði.
 • Færnimöppu í stað ferilskrár.
 • Að vera leiðtogi í eigin lífi.
 • Markmiðasetningu

Hentu gömlu ferilskránni og búðu þig undir að vinna
þar sem þú vilt, þegar þú vilt, með þeim sem þú vilt
– Í framtíðinni er vinna það sem við gerum, ekki hvar við erum.

Námskeiðinu er skipt í 3 hluta sem fara fram á Zoom dagana 11. október, 18. október og 1. nóvember, kl. 17-19.

 1. hluti - mánudagurinn 11. október, kl. 17-19 á Zoom (linkur verður sendur á þátttakendur)
  Í fyrsta hluta verður fjallað um stóru myndina. Breytingar á vinnumarkaði og stefnumótun í eigin lífi í samræmi við það.
 2. hluti - mánudagurinn 18. október, kl. 17-19 á Zoom (linkur verður sendur á þátttakendur)
  Í öðrum hluta er fjallað um möguleika og farið yfir verkefni og unnið með þau.
  Hvatning og verkfæri til að sjá nýja möguleika og styrkja sig.
 3. hluti - mánudagurinn 1. nóvember, kl. 17-19 á Zoom (linkur verður sendur á þátttakendur)
  Í þriðja hluta er fjallað um stefnumótun í eigin lífi og markmiðasetningu.

Verð: 49.900.

Innifalið í verðinu er bókin Völundarhús tækifæranna, verkefnahefti, aðgangur að lokaðri Facebook-grúppu, þátttaka í Mastermind-hópi o.fl.
- Hægt að fá styrk frá flestum stéttarfélögum.

Möguleiki á að kaupa einkatíma í markþjálfun/ráðgjöf hjá Árelíu eða Herdísi eftir námskeiðið.

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Umsagnir

“Námskeið fyrir alla, óháð aldri.
Kannski sérstaklega fyrir fólk
í “þekkingarbransanum”.
Góð verkefni sem ýta manni í góðar pælingar.
- Kristján Guðmundsson

“Skemmtilegt námskeið sem vakti mig til umhugsunar
um ýmislegt, bæði stöðuna í dag og hvernig ég
vil halda áfram, bæði í prívatlífi og í starfsumhverfinu.”
- Guðfinna Harðardóttir 

Námskeiðið var virkilega mikill innblástur
á tímamótum í lífinu þar sem ég ákvað að breyta til
og hætta í þessu hefðbundna vinnuformi frá 8-16.
Kennararnir á námskeiðinu komu með frábærar hugmyndir
um hvernig hugsa má hlutina upp á nýtt.
“Giggari” er nýja uppáhaldsstarfsheitið mitt.
Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja breyta til
á vinnumarkaði og öðlast meira frelsi.
Sólrún

“Flott námskeið fyrir flesta, geggjað fyrir fólk sem er á tímamótum
eða “breytingaskeiðinu”.
- Rós Guðm.

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur eru dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og rithöfundur, og Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri og áhugamanneskja um framtíðina á vinnumarkaði, en þær hafa skrifað bók um málefnið og hafa lengi verið að rýna í framtíðina á vinnumarkaði.

©2021 – Völundarhús  tækifæranna

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram