Taktu betri ákvarðanir - fyrir þig

5. september 2021

Þú tekur ákvarðanir um það bil 35.000 sinnum á dag - værir þú til í að pæla aðeins betur í þeim, leggja aðeins meiri hugsun í þær?

Kannski þarftu fyrst að ákveða eða finna út hvað þú vilt fá út úr þínum ákvörðunum.
Byrjaðu á að skoða hvaða ákvörðunum þú stendur helst frammi fyrir og skilgreina svo hvað væri góður árangur fyrir þig. Notaðu síðan eftirfarandi 5 spurningar til að gera hann enn meiri.

Þegar þú skilgreinir árangur þinn skaltu hugsa um öll þau svið í lífi þínu sem skipta þig máli. Þú getur náð árangri á fleiri en einu sviði á sama tíma, náð 360° árangri. Og í raun ætti árangur á einu sviði ekki að kosta þig árangur á öðrum sviðum lífs þíns.

Vinnan okkar, eða það sem þú gerir til að afla þér lífsviðurværis, er líklega ansi stór hluti af lífi þínu - og getur jafnvel tekið 50-75% af vökutíma þínum á hverjum sólarhring.

Það er því mikilvægt að vera sátt/-ur við hvernig þú vinnur og hvernig þú vilt vinna til framtíðar litið, hvernig þú ætlar að taka þátt á vinnumarkaði framtíðarinnar..

Þá að spurningunum eða atriðunum 5, sem þú getur farið í gegnum og notað til að gera árangurinn þinn betri, eða þannig að hann gefi þér meira.

  1. Hvað er árangur fyrir mig? Hvað er velgengni fyrir mig?
    Hvað er 360 ° árangur fyrir mig, á hvaða sviðum lífs míns vil ég ná árangri, á sama tíma?
  2. Af hverju skilgreini ég árangur svona fyrir mig? Af hverju skiptir þetta máli fyrir mig? (Er ég að skilgreina árangur eins og aðrir eða til að líta vel út fyrir aðra?)
  3. Hverjir eru möguleikar mínir og tækifæri til að láta þetta verða að veruleika?
  4. Hvernig mun ég fara í kringum hindranir sem geta verið eða orðið á vegi mínum?
  5. Taktu ákvarðanir - og breyttu þeim í aðgerðir.

Þú getur farið í gegnum þessar 5 spurningar eða atriði hvenær sem þú tekur ákvarðanir - hvað svo sem það er sem þú þarft að taka ákvörðun um.

Vertu viss um að 35.000 daglegu ákvarðanirnar þínar skili þér meiri árangri. Hvernig sem þú skilgreinir árangur þinn.
Vertu viss um að 35.000 ákvarðanir þínar geri þig betri, ekki bitrari. Á öllum sviðum lífs þíns.


Næsta námskeið okkar, Spennandi tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar fer af stað, alfarið á netinu, mánudaginn 11. október nk., smelltu hér til að lesa meira um námskeiðið.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru höfundar bókarinnar Völundarhús tækifæranna, þær dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ, og Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri, markþjálfi og fyrirlesari.

Dæmi um umsagnir frá þátttakendum á fyrri námskeiðum:

"Námskeiðið var virkilega mikill innblástur á tímamótum í lífinu þar sem ég ákvað að breyta til
og hætta í þessu hefðbundna vinnuformi frá 8-16.
Kennararnir á námskeiðinu komu með frábærar hugmyndir
um hvernig hugsa má hlutina upp á nýtt.
“Giggari” er nýja uppáhaldsstarfsheitið mitt.
Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja breyta til
á vinnumarkaði og öðlast meira frelsi."
~ Sólrún

Námskeið fyrir alla óháð aldri. Kannski sérstaklega fólk í "þekkingarbransanum".
Góð verkefni sem ýta manni í góðar pælingar.
~ Kristján


Völundarhús tækifæranna kápa

Nú er bókin Völundarhús tækifæranna komin út.
Bók sem fjallar um breytingar á vinnumarkaði, giggara og aukin lífsgæði.
Sjá meira um bókina hér.

©2021 – Völundarhús  tækifæranna

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram